0
Hlutir Magn Verð

Skórnir þínir er skóverslun fyrir alla fjölskylduna.
Við kappkostum að bjóða góða skó á börn, konur og karla á sanngjörnu verði.

Við byrjuðum árið 2006 með skóheildsölu. Við erum hjónin Einar Ólafsson og Inga Lára Hauksdóttir.  Einar er með yfir 30 ára reynslu af verslun með skó, hvorutveggja í smásölu sem og heildsölu. Við erum með víðtæka og ólíka starfsreynslu, sem gerir okkur öflug saman. 

10. apríl 2014 opnuðum við skóverslun okkar í Smáralind. Við erum óendanlega þakklát viðskiptavinum okkar fyrir frábærar móttökur og ykkar vegna getum við haldið áfram að vaxa og dafna.

Í apríl 2016 opnuðum við vefverslun. Það gerum við vegna óska frá okkar stóra viðskiptavinahópi um landsbyggðina. Þannig getum við þjónað ykkur enn betur.

Hlökkum til að þjónusta ykkur áfram.
Starfsfólk Skónna þinna

Skórnir þínir ehf.
Kt. 430506-2770
Vsk-númer: 90875

skornir@skornir.is
s: 571 3210